
Z Strúktúrhús - Sérhönnuð fyrir íslenskt veðurfar
Z Strúktúrhúsin eru einstaklega hagkvæmur kostur þegar byggja á hús. Þau eru auðveld í uppsetningu og koma tilsniðin og forboruð þannig að það má segja að þetta sé eins og Lego fyrir fullorðna. Húsin koma með fullkomnum teikningum, hver biti og hvert stykki er merkt þannig að auðvelt er að átta sig á öllu. Allar byggingar eru sniðnar að þínum þörfum og standast íslenskt veðurfar og uppfylla allar álagsforsendur.