Skip to main content

Einingahús CLT krosslímt tré

Krosslímdar timbureiningar

Að byggja úr CLT-timbureiningum er í dag gríðarlega álitlegur kostur bæði hvað varðar gæði, hagkvæmni og vistfræði. Aukningin á að byggja úr timbri hefur aukist ekki síst í ljósi þess að það er verið að nota endurnýtanlegt efni. Efnið kemur tilsniðið á byggingarstað sem gerir það að verkum að það er fljótlegt að reisa og loka húsinu.

Í dag getum við boðið upp á þessa lausn frá Binderholz í Austurríki. Þeir byrjuðu í timburframleiðslu 1950 og hafa síðan 2006 framleitt CLT BBS timbureiningar. Við getum boðið uppá heildarlausn eða það sem óskað er eftir.

Ástæða þess að þetta er svo vinsælt er gríðarlegur styrkur í efninu, vistfræðilegi hlutinn og hagkvæmnin. Í dag er búið að byggja háhýsi um alla Evrópu. Sjá umfjöllun um timbur hér.

Myndir

Ástæður þess að velja CLT timbureiningar

  • Umhverfisvænt
  • Bindur kolefni (sjá mynd fyrir neðan)
  • Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu
  • Minni einangrun utan á einingarnar þar sem einingin er með hátt U gildi
  • Fljótlegt í uppsetningu stuttur byggingatími á verkstað.

Við erum alltaf klár í spjallið