Kastrup var stofnað 1995 og hóf starfsemi sína með einum starfsmanni í framleiðslu á pvc gluggum. Í dag eru starfræktar tvær verksmiðjur og skrifstofur á Vestur Jótlandi með um 200 starfsmenn.
Kastrup er eini gluggaframleiðandinn í Danmörku sem getur boðið upp á glugga og hurðir í öllum hefðbundnum efnisgerðum þ.e. pvc, tré og tré/ál. Hjá Kastrup er lögð rík áhersla á efnisgæðin, öryggi, frumlegar lausnir og fagurfræði.
Til að tryggja hámarksgæði er allt ferlið frá A-Ö, hvort sem um er að ræða vöruþróun, hönnun, efnisval eða framleiðslu og afhendingu í þeirra eigin höndum eða eins Kastrup kýs að kalla það: 100% Made In Denmark
Hjá Kastrup er lögð rík áhersla á að hámarka efnisgæði.
Tréið í gluggunum frá Kastrup er unnið úr hægvaxandi furu með 90% kjarnahlutfalli. Hægvaxandi tré hafa mesta styrkinn og því augljóst val fyrir gluggaefni. Furan inniheldur einnig trjákvoðu sem veitir náttúrulega vörn gegn myglu. Til að ná hámarksgæðum er tréið skannað og snyrt þannig að kvistum og sprungum er haldið í lágmarki. Allt tré í gluggum frá Kastrup er unnið úr sjálfbærum skógum.
Ytra byrðið á glugganum þarf að þola mikið álag vegna veðrunar. Álið sem Kastrup notar er öflugt og þarfnast lágmarksviðhalds. Þannig er langur líftími glugganna tryggður. Gæði álsins eru háð gæðum duftlökkunarinnar. Hjá Kastrup er aðeins notað hágæða duftlakk sem er viðurkennt fyrir notkun utanhúss.
Hjá Kastrup eru hinir ríku kostir koltrefjaplasts í hávegum hafðir. Efnið er sterkt, heldur lögun og hefur einangrunareiginleika í hæsta klassa. Í prófílum úr koltrefjaplasti er ekki þörf á styrkingu úr málmi og því er engin kuldabrú. Þar að auki er holrými í prófílnum sem lágmarkar kuldaleiðni. Hægt er að endurnýta efnið allt að 60 sinnum og því um afar umhverfisvænt efni að ræða.