Fiber sement er samsett byggingarefni sem samanstendur af sementi, mismunandi gerðum trefja, aukefni og vatni. Þetta sterka og fjölhæfa efni er fullkomið til notkunar sem grunnur fyrir vegg- eða þakklæðningu.
Hvað er í fiber sement plötum?
- Sement
- PVA trefjar
- Fyllitrefjar
- Sellulósa trefjar
- Vatn
Kostir fiber sements platna
- Óbrennanlegt, A2-s1,d0
- Sterkt efni
- Langur líftími
- Margir útlits- og áferðarmöguleikar
- Margir möguleikar á uppsetningu og frágangi
- Hægt að endurvinna
- Lítið viðhald
- Hentar bæði fyrir nýbyggingar og endurbætur
- Tilvalið til að auka einangrun
- Fjárhagslega hagkvæmt
- Mikil gæði fyrir sanngjarnt verð
Af hverju að velja fiber sement plötur frá SVK?
Sem alþjóðlegur framleiðandi, getur SVK aðgreint sig frá keppinautum sínum. Vörur þeirra eru í háum gæðaflokki þar sem þeir eru með tvöfalda pressun á plötunum í framleiðslunni. Þetta tryggir að efnið þeirra eru mjög sterkt og endingargott og eru allar vörur þeirra með eldvarnarvottun A2, s1-d0.
SVK málar sitt efni sjálfir og á þann hátt tryggja þeir alltaf að varan sé í hæðsta gæðaflokki. Einnig geta þeir boðið sér liti sé þess óskað.
Eftir 115 ár getum við kallað okkur sanna fiber sementsfræðinga. Við erum fullviss um að með sérþekkingu okkar, aðgengi, sveigjanleika og skilvirkni getum við veitt þér réttu vöruna fyrir þitt verkefni.
Lágmarks áhrif á umhvefið með skilvirkri endurvinnslu.
Í framleiðsluferlinu er öllum afgangi afurða sem og slípiryki frá sögun eða fræsingu komið á ný í nýtt framleiðsluferli.
Vegna endurnotkunar yfirborðsvatns meðan á framleiðsluferlinu stendur þurfum við að nota mun minni orku.
Fiber sement plötur hafa langan líftíma en þegar kemur að því að vilja eða þurfa að skipta þeim út þá er hægt að endurvinna klæðninguna.
Einnig er mögulegt að endurnýta mulið fiber sement til vegagerðar, setja hljóðveggi o.s.frv.